Skip to content

Barnamenningarhátíð

Gaman er að segja frá því að á Barnamenningarhátíð sem hefst þann 20. apríl verður sýning á verkum nemenda í 5.-6. bekk og myndmenntavals unglingastigs á Borgarbókasafni, Menningarhúsi Spönginni. Verk 7. bekks verða síðan til sýnis í Hafnarhúsi. Listaverkin eru hluti af stærri sýningu sem aðrir skólar taka þátt í.

Verkin er afrakstur samstarfs vísindafólks, listafólks, kennara og barna Foldaskóla. Börnin hafa lært um náttúruna og skapað mögnuð listaverk undir leiðsögn listafólks og kennara.

Listrænt ákall til náttúrunnar (LÁN) er þverfaglegt þróunarverkefni á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Því er ætlað að skapa samtal á milli náttúrufræði og listgreina í menntun barna. Lögð er áhersla á að börnin kynnist málefnum náttúrunnar á skapandi og nýstárlegan hátt með aðferðum list- og verkgreina.