Skip to content

Fleira frá þemadögum

Nemendur í 5. bekk Foldaskóla fóru á dögunum í leikhús og sáu verkið Stúlkan sem stöðvaði heiminn.  Innblásin af verkinu unnu þau á þemadögum undir leiðsögn Sædísar Hörpu Stefánsdóttur og Ragnhildar Kötlu Jónsdóttur. Þau unnu með plastrusl bæði fjölbreytt ruslaskrímsli og lífríki sjávar.
Hér eru myndir af þeirri vinnu
Auk þessa var ein stöð þar sem nemendur gerðu vaxdúka fyrir nestið sitt eða hvaða matvæli sem er. Til þess notuðum við afgangsefnisbúta sem allir lögðust á eitt með að safna.