Skip to content

Fjarkynning fyrir forelda og auka kynningardagur

Næstkomandi þriðjudag, 23. mars kl. 17-18 býður Borgarholtsskóli foreldrum barna í 10. bekk á fjarkynningu á skólanum. Gengið verður um skólann og foreldrum sýndar hinar ýmsu brautir skólans og að því loknu munu sviðsstjórar, náms- og starfsráðgjafar og stjórnendur skólans sitja fyrir svörum. Foreldrar eru hvattir til að nýta sér þessa leið til að kynnast skólanum.
Slóð þegar verið send á foreldra.

Vegna mikils áhuga á skólaunum verður auka kynningardagur 12. apríl klukkan 15:00-16:00. Skráning er á borgo@borgo.is eða í síma 535-1700.