Skip to content

Fræðsla frá SAFT

Á dögunum kom SAFT https://saft.is/ inn með fræðslu í 4.-7. bekk m.a. um hópþrýsting, samskipti og sjálfsímynd í tengslum við netmiðla. Einnig  um hversu mikilvægt það er að vera gagnrýnin á það sem við sjáum á netinu og hvernig áhrif það getur haft á okkur. Nemendur voru áhugasamir og ósparir á að spyrja spurninga. Í vikunni koma þau svo heim bæklinga sem í eru gagnlegar upplýsingar fyrir bæði nemendur og foreldra.