Skip to content

Þemadagar

Í næstu viku eru þemadagar í Foldaskóla eða miðvikudaginn 17. mars og fimmtudaginn 18. mars. Þá verður hefðbundin kennsla brotin upp á öllum stigum með fjölbreyttum smiðjum og verkefnum.

Á yngsta stigi verður þemað ,,Náttúran í fjölbreytileika sínu“ og verður dagskrá frá kl. 8:10-12:50 en þá fara nemendur 4. bekkjar heim. Stuðningsfulltrúar munu sinna gæslu barna í 1.-3. bekk frá kl. 12:50-13:40 þessa daga.

Á miðstigi verður unnið með þemað ,,Sjálfbærni – náttúra – sköpun“ og fengum við til liðs við okkur nokkra listamenn á vegum LÁN https://www.facebook.com/groups/listraentakall sem munu vinna með nemendum og kennurum að margvíslegum verkefnum.

Á unglingastigi verður þemað ,,Ferðast vítt og breitt“ þar sem nemendur fara á milli fjölbreyttra stöðva. Bekkjum er blandaða innan árganga þennan dag og er dagskrá frá 8:10-12:40 með hefðbundnum frímínútum á milli. Engin kennsla verður eftir hádegi þessa daga.