Öskudagsgleði í Foldaskóla

Á öskudaginn voru haldnir fjölgreindaleikar á öllum stigum þar sem hefðbundið skólastarf var brotið upp. Nemendur fóru á milli stöðva, margir í líki ýmissa furðuvera, og unnu saman að lausn mismunandi verkefna. Gaman var að sjá fjölbreytileika í búningavali nemenda.