Skip to content

Skyggni ágætt – Sjálfbærni krefst skapandi hugsunar

Flökkusýningin Skyggni ágætt – Sjálfbærni krefst skapandi hugsunar var sett upp á dögunum í Foldaskóla og gefst nemendum tækifæri til að skoða hana undir leiðsögn kennara sinna. Sýningin er fengin að láni frá Listasafni Reykjavíkur og verður í skólanum til 25. febrúar. Hún fjallar um samspil manns og náttúru. Verkin á sýningunni eru ólík og þar er að finna fjölbreytta miðla á borð við málverk, textíl og teikningar. Rauði þráður hennar er umhverfi okkar og samspil manns og náttúru. Nánari upplýsingar um sýninguna er að finna á https://listasafnreykjavikur.is/sites/default/files/fraedsla/skyggni_agaett-verkefnapakki.pdf