Skip to content

2. bekkur í Gufunesbæ

2. bekkur heimsótti lundinn í Gufunesbæ í síðustu viku.
Útikennsla var í lundinum og vel var tekið á móti nemendum með fræðslu um loftslagsbreytingar og áhrif á dýraríkið á norðurslóðum. Einnig um mikilvægi jöklanna og vatnsins.
Nemendum var skipt upp í litla hópa og var rík áhersla lögð á samvinnu.
Skemmtileg ferð í frábæru vetrarveðri.