Skip to content

Stjörnu-Sævar í heimsókn á miðstigi

Miðstigið fékk til sín góðan gest á dögunum þegar Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, kom og ræddi við nemendur m.a. um loftslagsbreytingar, neyslu og áhrif plasts á umhverfið. Fræðsla Sævars er kveikja að verkefninu LÁN – listrænt ákall til náttúrunnar en á næstu vikum verður unnið með verkefnið á miðstigi og í myndmenntavali á unglingastigi. Fyrir áhugasama er gaman að skoða fésbókarsíðu verkefnisins https://www.facebook.com/groups/listraentakall Í LÁN er unnið með málefni náttúrunnar með áherslu á vinnuaðferðir list- og verkgreina.