Skip to content

Jólaskemmtanir

Stofujól voru haldin á öllum stigum í Foldaskóla í dag og ekki bar á öðru en að börnin skemmtu sér vel þrátt fyrir að litlu jólin hafi ekki verið með hefðbundnu sniði núna. Í öllum stofum var jóladagskrá undir stjórn umsjónarkennara.  Á yngsta stigi dönsuðu börnin í kringum jólatré, á miðstigi fengu nemendur heimsókn frá tónmenntakennara sem lék á gítar og söng jólalög með krökkunum. Á unglingastigi skemmtu nemendur sér í stofum með kennurum.

Hér eru myndir frá yngsta stigi ásamt nokkrum úr 7. bekk.