Fjórðubekkingar syngja

Á jólaskreytingadegi Foldaskóla þann 4. desember tóku bekkjarfélagar í 4.- GL sig til; bjuggu til skegg, æfðu dans og sungu jólalagið góða Jólasveinar ganga um gólf. Þetta eru þeir Jónatan Montoro, Elías Valgeir Stefánsson, Alexander Ásgeirsson, Logi Karl Steindórsson og Jóhannes Einar Torfason. Kennari þeirra, Guðbjörg Leifsdóttir, lék undir á píanóið.