Skip to content

Skreytingadagur í Foldaskóla

Í dag var skreytingadagur hjá okkkur í Foldaskóla. Nemendur mættu jólalega klæddir og settu stofurnar sínar í hátíðarbúning. Gamlar bækur urðu að jólatrjám, kassar og greinar að dyraskreytingum og klósettrúllur að snjókörlum. Hugmyndaflugið réði ferðinni, krakkarnir hafa nóg af því, og útkoman frábærar skreytingar eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Myndir frá skreytingadegi.