Skip to content

Höfðingleg bókagjöf til Foldaskóla

 

„Sem þakklætisvott fyrir frábært starf á ótrúlegum tímum þá langar mig að gefa skólanum ykkar örlitla bókagjöf sem getur vonandi nýst vel í skólastarfinu næstu vikur.  Bókagjöfin er bekkjasett (25 eintök) af Orra óstöðvandi: Hefnd glæponanna, sem var valin barnabók ársins á Bókmenntahátíð barnanna 2020.“  Þannig hljóðaði tölvupóstur sem okkur barst fyrir nokkrum dögum frá Bjarna Fritzsyni og að sjálfsögðu svöruðum við með:  „JÁ TAKK“

Í morgun kom síðan höfundurinn sjálfur færandi hendi með fullan kassa af þessari frábæru bók.  Það er ekki allt og sumt því eiginkona hans útbjó skemmtilegt verkefnahefti upp úr bókinni sem nemendur geta unnið í samhliða lestrinum.

VIÐ ÞÖKKUM BJARNA KÆRLEGA FYRIR OKKUR