Skip to content

Fréttir úr heilsuviku

Í heilsuviku Foldaskóla voru ýmis skemmtileg verkefni unnin sem tengjast heilsu og líðan. Á miðstigi tóku nemendur þátt í verkefninu Göngum í skólann, rætt var um geðorðin tíu og geðheilbrigði og unnin verkefni sem því tengjast. Umræður voru um mikilvægi svefns og uppbyggileg samskipti og nemendur fóru í slökun. Þeir komu með ,,tónlist vikunnar“, dönsuðu og fóru í útileiki. Rætt var um mikilvægi svefns og unnin verkefni um hann í tengslum við stærðfræði, t.d. reiknað út hversu mikið nemendur sváfu á sólarhring. Fjallað var um mikilvægi hreyfingar, að borða hollt og unnin veggspjöld út frá því. Fundin voru jákvæð orð og þau túlkuð myndrænt. Þetta og margt fleira skemmtilegt var gert í heilsuviku á miðstigi. 😊