Skip to content

Vinsamlega athugið! Íþróttir í Dalhúsum – sundtímar

Að höfðu samráði við neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur verið ákveðið að fella niður sundkennslu í almenningssundlaugum næsta hálfa mánuðinn eða til og með föstudeginum 16. október og tekur þessi ákvörðun gildi á morgun, þriðjudaginn 6. október.  Ákvörðun þessi er tekin í ljósi þess að í almenningslaugum eru nemendur í miklu návígi við aðra einstaklinga, bæði börn úr öðrum skólum og fullorðna í aðstæðum sem erfitt er að hafa stjórn á og yfirsýn yfir hver er hvar og á hvaða tíma. Sundtímarnir færast því yfir í Foldaskóla og halda sundkennarar utan um þá. Tímarnir geta farið fram utandyra eða inni í kennslustofum.

Þá verða þeir nemendur sem eru í íþróttum í DALHÚSUM úti í íþróttum næsta hálfa mánuðinn eða til og með föstudeginum 16. október. Við biðjum því þá nemendur sem eru í íþróttum þar um að koma klæddir eftir veðri á íþróttadögunum.

Takið eftir að íþróttir í íþróttahúsi skólans verða með óbreyttu sniði.