Skip to content

Ólympíuhlaup ÍSÍ í Foldaskóla

Í gær fór fram hið árlega Ólympíuhlaup ÍSÍ hjá okkur í Foldaskóla. Nemendur voru ræstir af stað í rigningu en farið var að birta til þegar fyrstu skiluðu sér í mark. Nemendur af yngsta stigi fóru 2,5 km nema 4. bekkur mátti velja um að fara 2,5 eða 5 km og voru nokkur sem völdu að fara lengri vegalengdina. Nemendur á miðstigi og unglingastigi fóru 5 km en nemendur á unglingastigi máttu velja að fara 10 km, tvo hringi, og voru alls 14 nemendur sem fóru þá vegalengd. Hreysti og gleði skinu úr andlitum nemenda sem stilltu sér hressir upp fyrir myndatökur eftir hlaupin.

Hér má sjá fleiri myndir af nemendum eftir hlaupið.