Skip to content

Göngum í skólann

Eins og undanfarin ár tekur Foldaskóli þátt í Göngum í skólann verkefninu sem hófst formlega á landsvísu 2. september sl. Í Foldaskóla er unnið með ýmsa þætti sem tengjast umhverfi, umferð og hreyfingu og eru allir jákvæðir og áhugasamir að taka þátt í verkefninu og standa sig vel fyrir hönd skólans. Á næstu vikum munum við því hvetja nemendur okkar til að mæta á vistvænan hátt í skólann. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á Göngum í skólann
Göngum í skólann lýkur miðvikudaginn 7. október, sem er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn.
Verum samtaka um að nýta haustið til að vekja athygli á hreyfingu og öryggi barnanna okkar á leiðinni í skólann.:)