Skip to content

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs

Nemendaverðlaun  skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Sæmundarskóla þriðjudaginn 9. júní 2020.  Hver skóli tilnefnir einn nemanda og í þetta sinn var það Anna Bíbí Wium Axelsdóttir, nemandi í 10. EHG, sem hlaut verðlaunin fyrir Foldaskóla.  Anna Bíbí var tilnefnd fyrir jákvæðni og seiglu auk þess að vera til fyrirmyndar í framkomu og að sinna náminu vel. Við óskum henni innilega til hamingju!

Hér má sjá nánari fréttir frá afhendingunnni.