Skip to content

Útskrift 10. bekkjar 2020

Fimmtudaginn 4. júní síðastliðinn útskrifuðust 86 nemendur úr 10. bekk Foldaskóla við hátíðlega athöfn í Grafarvogskirkju. Skólastjóri ávarpaði útskriftarnemendur og gesti og hið sama gerðu tveir útskriftarnemenda með glæsibrag. Þá fluttu nokkrir útskriftarnemendur tónlistaratriði ásamt því að viðurkenningar voru veittar fyrir góða ástundun og námsárangur, framfarir í námi og félagsstörf áður en vitnisburður var afhentur. Ánægjuleg samverustund, sér í lagi þar sem fjölskyldur nemenda gátu tekið þátt, og óskum við útskriftarnemunum velfarnaðar í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur í framtíðinni.

Nemendur í 1.- 9. bekk fengu sinn vitnisburð á skólaslitum föstudaginn 5. júní. Þar fór skólastjóri yfir það helsta í skólastarfinu í vetur áður en gengið var til stofu með umsjónarkennara þar sem vitnisburður var afhentur.

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.

Hér má sjá myndir frá útskriftarhátíð í Grafarvogskirkju.