Skip to content

7. SK vinningshafi í samkeppninni Tóbaks- og rafrettulaus bekkur 2019-2020

Úrslit liggja nú fyrir í samkeppninni Tóbaks- og rafrettulaus bekkur skólaárið 2019-2020 sem haldin er meðal tóbakslausra 7., 8. og 9. bekkja í skólum landsins. Samtals 200 bekkir um allt land tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Ánægjulegt er að segja frá því að 7. SK er einn vinningshafa í samkeppninni en bekkurinn sendi leikna stuttmynd í keppnina þar sem umfjöllunarefnið er baráttan um það að byrja ekki að reykja. Þar fjölluðu nemendur um þær alvarlegu afleiðingar, líkamlegar og andlegar, sem reykingar geta haft í för með sér. Myndbandið þeirra hefur líka að geyma fræðslumola m.a. frá Bláa naglanum  – frá sýningu sem var á vegum hans hér í Foldaskóla í vetur.

Við óskum 7. SK innilega til hamingju með viðurkenninguna.