7. bekkur á Reykjum

Það hefur verið hefð fyrir því í Foldaskóla að 7. bekkur fari í Skólabúðirnar á Reykjum og þar eru þau þessa dagana í góðu yfirlæti. Börnin fá að sleppa hefðbundnu námi og vinna við annars konar verkefni með væntanlegum skólafélögum sínum úr Húsaskóla og Hamraskóla. Það er mikið um íþróttir, minjasafnið er skoðað, stöðvavinna, kvöldvökur, hópefli ýmis konar og dagbókarskrif svo að eitthvað sé nefnt. Þau eru dugleg að vera í sundi enda hefur verið sólríkt þessa daga sem liðnir eru.