Skip to content

Sveitaferð á Hraðastaði

Í dag fór 3. bekkur í sveitaferð á Hraðastaði. Þar fengu þau meðal annars að sjá hesta, geitur og kindur. Þau fengu líka að klappa og halda á nýfæddum lömbum og gefa kanínum að borða. Mýs og önnur smádýr vöktu einnig mikla lukku ásamt gömlum traktorum sem þau máttu leika sér í. Nemendur stóðu sig með prýði og skemmtu sér vel.