Skip to content

Unicef hlaupið 2020

Unicef hlaupið var haldið í annað skipti í Foldaskóla 15. maí síðastliðinn í frábæru veðri á æfingasvæði Fjölnis.  Ákveðið var að fjölga þátttakendum frá því í fyrra og bæta við nemendum í 4. bekk og voru þátttakendur í ár því um 130 talsins. Kennarar höfðu orð á því að nemendurnir hefðu verið einstaklega duglegir og ansi margir sem fóru fleiri hringi en í fyrra.  Mikil ánægja hefur verið með hlaupið þessi tvö ár sem það hefur farið fram og er það vonandi komið til að vera.
Á síðasta ári náðu nemendur í 1.-3. bekk að safna tæpum 290 þúsund krónum fyrir starfsemi Unicef erlendis.