Skip to content

8. bekkur í heimsókn á Listasafn Reykjavíkur

Nemendur í 8. bekk fóru í vettvangsferð á Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús í dag. Þar fékk hópurinn leiðsögn í gegnum sýningar á verkum eftir Erró, Sol LeWitt og Andreas Brunner. Um er að ræða  fjölbreyttar sýningar eftir ólíka listamenn. Unnið var verkefni á staðnum þar sem nemendurnir greindu þessi ólíku verk.