Umhverfisdagurinn í Foldaskóla 24. apríl 2020

Í tilefni umhverfisdagsins unnu nemendur til dæmis útikennsluverkefni og/eða ritunarverkefni.
Markmið útikennsluverkefnisins var m.a. útivera, samvinna í hæfilegri fjarlægð, sameiginlegt lokaverkefni – listaverk og að geta greint á milli þess sem er lífrænt og ólífrænt í umhverfinu og fjarlægja það sem á ekki heima í umhverfinu.
Viðfangsefni ritunarverkefnisins (umræður, hlustun, ritun) var Jákvæð og neikvæð umhverfisáhrif Covid19.
Þeir sem ekki gátu unnið að þessum verkefnum í dag munu finna tíma til þess í næstu viku.
Við gönguferð um hverfið reyndist því miður mjög sóðalegt um að líta í nágrenni skólans. Nemendur vilja kalla þetta óvini náttúrunnar eða náttúrumorð.
Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að sjá fleiri myndir frá deginum.