Skip to content

Lestrarátak Foldaskóla í fullum gangi – lýkur 27. mars

Minnum á að lestrarátakinu okkar lýkur föstudaginn 27. mars. Nemendur hafa verið duglegir við lesturinn og í skólanum má sjá afraksturinn í formi veifa úr endurunnum pappír. Það er ekki síst gaman að sjá hversu iðin börnin eru við lesturinn í því síbreytilega og flókna ástandi sem nú ríkir í samfélaginu. Hann veitir án efa ró, jafnvægi og notalegar stundir. Við hvetjum foreldra líka til þess að senda börnin með miða frá sér yfir hverja lesna bók á tímabilinu 9.-27. mars.