Skip to content

Upp er runninn öskudagur

Í dag, öskudag, var hefðbundið skólastarf brotið upp í Foldaskóla á öllum stigum og haldnir fjölgreindarleikar. Stigunum var skipt í hópa þvert á árganga og farið var í stöðvaleiki þar sem nemendur leystu ýmsar þrautir og verkefni. Á göngunum mátti sjá glaðlegar kynjaverur og persónur í fjölbreyttum búningum og allir virtust skemmta sér vel.
Hér eru myndir frá rölti um skólann.