Skip to content

Stóra upplestrarkeppnin

Í dag fóru fram undanúrslit Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk en í stuttu máli snýst keppnin um að leggja áherslu á vandaðan upplestur og framburð. Átta nemendur tóku þátt í keppninni og stóðu sig allir með prýði. Þrír þeirra voru valdir til að vera fulltrúar Foldaskóla í lokakeppninni sem verður mars. Þau Erlingur og Hugrún Björk urðu fyrir valinu sem aðallesarar og Brynja Vigdís sem varamaður. Við óskum þeim til hamingju.