Skip to content

Teflt á Reykjavíkurmóti grunnskólasveita

Skáksveit Foldaskóla tefldi á Reykjavíkurmóti grunnskólasveita í skák sem fram fór í síðustu viku. Mótið var vel sótt enda mikill almennur skákáhugi meðal grunnskólanemenda í Reykjavík. Um var að ræða liðakeppni þar sem fjórir liðsmenn hvers skóla tefldu gegn skáksveitum hinna skólanna. Foldaskóli endaði í 7. sæti eftir harða keppni. Ölduselsskóli sigraði á mótinu. Þeir sem tefldu fyrir Foldaskóla í keppninni voru Klemenz 6. bekk, Guðlaugur 7. bekk, Sölvi 9. bekk og Aron Breki og Ívar Orri 8. bekk.