Vélmennaforritun

Síðastliðið vor fékk Foldaskóli styrk frá Forriturum framtíðarinnar til að kaupa forritunarleg vélmenni. Nemendur á yngsta og miðstigi hafa verið að kynnast og læra að forrita þessi vélmenni í vetur. Vélmennin eru hönnuð til að kenna börnum forritun og með góðu hugmyndaflugi er hægt að láta þau leysa ýmis verkefni og leika margskonar listir.
Hér má sjá myndbönd frá starfi nemenda með vélmennin.