Skip to content

100 daga hátíð hjá 1. bekk

Mánudaginn 3. febrúar héldum við í 1. bekk upp á að við erum búin að vera 100 daga í skólanum. Við höfum talið dagana samviskusamlega, safnað þeim í tugi og loksins náðum við 100 dögum og héldum hátíð af því tilefni. Við bjuggum til hatta og fórum í skrúðgöngu með söng og hljóðfæraslætti um ganga skólans. Einnig vorum við með veisluborð þar sem allir fengu sér 10 stykki af poppi, snakki, rúsínum og fleiru. Með 100 stykki í handgerðu kramarhúsi  horfðum við svo á mynd í lok dags.
HÉR eru fleiri myndir.