Skip to content

Leikjavinir

Leikjavinaverkefnið hófst í Foldaskóla á síðasta skólaári og óhætt er að segja að leikjavinir standi sig vel í að virkja og leika við krakkana í frímínútum, aðstoða þau og veita þeim félagskap. Ýmislegt hefur verið brallað og eins og gefur að skilja hefur snjórinn spilað stórt hlutverk í frímínútum undanfarið. Krakkarnir hafa til dæmis verið í Dimmalimm, Krókódíl krókódíl, Stórfiskaleik og Gulrót.  Stundum eru leikjavinirnir líka að leiða krakkana, labba um og spjalla, ýta þeim í rólum og  taka á móti þeim í rennibrautinni.