Skip to content

Jólastund í Grafarvogskirkju

Í dag var uppbrot á hefðbundinni stundatöflu þegar nemendur áttu saman jólastundir í Grafarvogskirkju. Sú breyting var frá fyrri árum að dagskráin var að stærstum hluta í höndum nemenda, með stuðningi frá stjórnendum skólans. Boðið var upp á fjölbreytt tónlistaratriði, lestur á sögum og kvæðum og samsöng. Nemendur stóðu sig allir vel, bæði þeir sem voru áhorfendur og ekki síður þeir sem fluttu atriði. Voru allir sammála um að þetta hefði verið vel heppnað og huggulegt að fara inn í jólafríið á svona ljúfum nótum.
Hér eru fleiri myndir.