Skip to content

Jólatré breytt í bækur!

Eins og Reykvíkingar vita þá var það áralöng hefð að Oslóbúar gáfu Reykvíkingum jólatré til að hafa á Austurvelli fyrir jólin.  Þar sem Reykvíkingar eiga nú sinn eigin skóg þar sem vaxa stór og falleg barrtré þá ákváðu Norðmennirnir að gefa reykvískum börnum frekar bækur á íslensku en eftir norska höfunda.  Skólasafninu barst þessi gjöf nú fyrir skömmu og þökkum við Oslóbúum og Norðmönnum kærlega fyrir.