Upplestur á miðstigi

Bjarni Fritz rithöfundur heimsótti nemendur á miðstigi á skreytingadegi Foldaskóla og las fyrir þá um Orra óstöðvandi. Nemendur tóku sér hlé frá skreytingavinnu og nutu lestursins. Óhætt er að segja að nemendur og starfsfólk Foldaskóla hafi notið dagsins sem einkenndist af sköpunargleði og áhuga á að skreyta skólann á fjölbreyttan og skemmtilega hátt í anda jólanna.