Skip to content

Skreytingadagur Foldaskóla 2019

Í  dag þjófstörtuðum við aðventunni með skreytingadegi. Nemendur og starfsfólk mættu í jólaskapi og föndruðu fjölbreytt verkefni til að lífga upp á skólann í skammdeginu. Allir skemmtu sér vel og voru sammála um að gaman væri að brjóta upp skóladaginn með þessum hætti. Segja má að sköpunarkraftur, metnaður og gleði hafi einkennt daginn. Meðfylgjandi eru myndir af hurðum kennslustofa sem nemendur skreyttu á skemmtilegan hátt. Fleiri myndir frá deginum verða birtar í næstu viku enda af nógu að taka. Gleðilega aðventu!