Skip to content

Stóra upplestrarkeppnin

Í dag var Stóra upplestrarkeppnin formlega sett í Foldaskóla. Í stuttu máli snýst keppnin um að leggja áherslu á vandaðan upplestur og framburð. Keppninni lýkur síðan með hátíð hjá 7. bekk í mars en þá eru valdir þrír upplesarar til að taka þátt í lokakeppninni. Hefð er fyrir því að hefja keppnina formlega á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sem nú ber upp á laugardegi. Það er gaman að segja frá því að þeir nemendur sem nú eru í 6. bekk eru fyrsti árgangurinn okkar sem tók þátt í Litlu upplestrarkeppninni sem nú er að festa sig í sessi hjá okkur í 4. bekk.