Gegn einelti!

Á degi gegn einelti þann 8. nóvember sl. voru ýmis verkefni unnin af nemendum til að efla vitund þeirra gegn einelti. Eineltishringurinn var rifjaður upp, fræðsla var í bekkjum og horft var á myndbönd tengd viðfangsefninu og í kjölfar sýninga stofnað til umræðna. Nemendur í 4. bekk fóru síðan með ljóðið ,,Ekki stunda einelti“ eftir Kristján Hreinsson á sal. Hér koma nokkrar myndir frá deginum.