Skip to content

Skáld í skólum

Í síðustu viku heimsóttu rithöfundarnir Eva Rún Þorgeirsdóttir og Sævar Helgi Bragason  miðstigið og fjölluðu á fjörugan hátt um töframátt bóka og hvernig þær geta breytt heimi okkar. Í dag komu svo þau Linda Ólafsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson í heimsókn á yngsta stig og voru með fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir nemendur þar sem þau líktu meðal annars skrifum sagna við vísindalegar tilraunir. Nemendur á báðum stigum tóku þátt í að skapa sögur með rithöfundunum á meðan á heimsókninni stóð og höfðu mjög gaman af.