Skip to content

Rýmingaráætlun

Í dag, föstudaginn 18. október, var rýmingaræfing í Foldaskóla. Markmið æfingarinnar er að nemendur og starfsfólk æfi sig í að rýma húsið með skipulögðum hætti og safnist saman á fyrirfram  ákveðnum stað á skólalóð þar sem tekið er manntal og farið yfir hvort allir hafi ekki örugglega skilað sér. Æfingin tókst vel og var húsið rýmt á 10 mínútum.