Skip to content

Upplestur á sal

Lestur er lyk­ill­inn að árangursríku námi og þekk­ing­ar­leit og gefur okkur líka kost á að njóta gleðinnar við að lesa fjölbreytt og lifandi lesefni. Í vikunni kom Guðni Líndal Benediktsson rithöfundur til nemenda á yngsta stigi og las fyrir þá úr verkum sínum á sal. Skemmtilegar umræður spunnust út frá upplestrinum og óhætt að segja að mörg efnileg skáld leynist í hópnum.