Skip to content

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Nemendur skólans tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ fimmtudaginn 12. september síðastliðinn. Með hlaupinu, sem áður kallaðist Norræna skólahlaupið, er leitast við að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur fóru mislangar vegalengdir hér í nærumhverfi skólans, allt frá 2,5 km upp í 10 km. Áhersla var lögð á að allir tækju þátt, með einum eða öðrum hætti. Eldri nemendur, sem ekki gátu hlaupið vegna meiðsla, tóku til dæmis að sér að ganga með þeim yngstu og nokkrir kennarar reimuðu á sig hlaupaskóna og hlupu samferða nemendum 5 km. Blíðskaparveður var og því skemmtileg stund með góðri útiveru.