Skip to content

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2019

Við vekjum athygli á því að fimmtudaginn 12. september tekur Foldaskóli þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ eins og undanfarin ár. Kennsla er að öðru leyti skv.  stundaskrá.

8.-10. bekkur: Ræst af stað kl. 10:00.
Allir fara 5 km. en þeir sem ætla að hlaupa 10 km. láta íþróttakennara vita fyrir hlaupið.

4.-7. bekkur: Ræst af stað kl. 10:05.
Í 5.-7. bekk eiga allir að fara 5 km. en í 4. bekk fá nemendur að velja um 2,5 eða 5 km.

1.-3. bekkur: Ræst af stað kl: 10:10.
Allir fara 2.5 km. þ.e. út að Gullinbrú og til baka.

Munum að koma í viðeigandi klæðnaði og skóm!