Skip to content

Gaman í frímínútum í Foldaskóla

Á undirbúningsdögum þessa skólaárs tóku nokkrir kennarar sig til og máluðu ýmsa leiki á skólalóðina. Markmiðið með þessu er að hvetja nemendur til að hreyfa sig í frímínútum í gegnum fjölbreytta leiki eins parís, skæri, blað, steinn – hoppleik, reiknivél – hoppleik og hugarleikfimi. Einnig voru búnir til pógóvellir og gerðar línur á fótboltavellinum fyrir brennó, gryfjubolta og Capture the flag. Framhald verður síðan á Leikjavinaverkefninu sem hófst á vordögum og því má búast við lífi og fjöri á skólalóðinni í vetur.