Skip to content

Síðasti kennsludagur hjá 5. HR

Nemendur nutu veðurblíðunnar og rannsökuðu nánasta umhverfi. Byrjuðu á að fara í „skólagarðana“ og skoða ræktunarhólfin sem þar eru, mældu ummál þeirra og flatarmál. Þjálfuðu sig í „fjarsýni“ það er að líta sér fjær og meta umhverfið. Nemendur höfðu fengið fræðslu um votlendi og endurheimt votlendis og því var gengið að túnum Rannsóknarstöðvarinnar að Keldum, sem eru umkringd skurðum. Endað var á því að njóta veðurblíðunnar og taka nokkur sýni úr náttúrunni til að rannsaka í skólastofunni. Það voru áhugasamir vísindamenn sem luku síðasta kennsludegi þessa skólaárs.

Hér eru nokkrar myndir.