Skip to content

Sveitaferð 3. bekkja

Í dag 27. maí fórum við í 3.bekk í Húsdýragarðinn á Hraðastöðum Mosfellsbæ. Við erum að vinna með bókina Hani, krummi, hundur, svín… eftir Sigrúnu Helgadóttur og fórum við að skoða dýrin í „eigin persónu“. Þar var fjöldinn allur af dýrum, hestum, kindum, geitum, kanínum, hundum, hamstur, hænsn, rotta og fleiri tegundir. Taka mátti sparinesti með sem gerir allt betra og skemmtilegra og ekki skemmdi fyrir að veðrið var upp á sitt allra besta. Glaðir og upplýstari nemendur komu heim og er vert að segja frá því að þau voru skólanum til sóma, gengu vel um og fóru eftir öllum reglum. Flottir krakkar í 3.bekk Foldaskóla. Takk fyrir ferðina 😀
kv. Eva Rós – Guðný – Elísabet og Esther.
HÉR eru myndir úr þessari frábæru ferð.