Poppum upp lesturinn!

Dagana 1.-10. maí sl. var lestrarátak hjá yngsta stigi hér í Foldaskóla. Nemendur stóðu sig með prýði og gaman að sjá hvað þeir lögðu sig fram við lestur. Í lok átaks var leigð poppvél og fékk hvert popp í samræmi við sinn lesinn mínútufjölda. Átakið lagðist vel í nemendur og starfsfólk og áttum við yndislegan dag þar sem verðlaunin voru étin upp til agna. Flott hjá ykkur krakkar !
Hér eru nokkrar myndir af ferlinu.