Oslóborg gefur bækur í stað jólatrés

Eins og allir vita er Osló vinaborg Reykjavíkur. Í fjöldamörg ár hefur Oslóborg gefið Reykvíkingum jólatréð sem stendur á Austurvelli. Í ár ákváðu þeir að gefa borgarbúum gjöf sem entist lengur en ein jól svo þeir ákváðu að gefa öllum skólasöfnum borgarinnar fjórar bækur eftir norska rithöfundinn Jo Nesbø um brjálaða prófessorinn Doktor Proktor. Þessar bækur eru mjög vinsælar í Noregi og höfundurinn ekki síður en hann hefur einnig skrifað margar metsölubækur fyrir fullorðna. Við þökkum Oslóbúum kærlega fyrir gjöfina.