• Forsíða

Ylfa Ýr 6. HR íslandsmeistari í skák

 slandsmot stulkna 1293604 1Íslandsmót ungmenna í skák fór fram um helgina í Rimaskóla í Grafarvogi. Teflt var um tíu Íslandsmeistaratitla og var baráttan á reitunum 64 hörð. 96 skákmenn tóku þátt og mikill fjöldi stúlkna setti svip á mótið. Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir, nemandi Foldaskóla í 6. HR, varð Íslandsmeistari stúlkna á aldrinum 11 - 12 ára. Rakel Björgvinsdóttir varð önnur með 3 vinninga og Nadía Heiðrún Arthúrsdóttir þriðja. Hér má sjá nánari fréttir af mótinu.

Prenta |

Nemendur 9. bekkja taka þátt í forvarnardeginum

IMG 2975Forvarnardagurinn 2016 var haldinn í Foldaskóla í dag en hann er haldinn ellefta árið í röð að frumkvæði forseta Íslands. Dagurinn er haldinn í samvinnu við ýmsa aðila sem koma, með einum eða öðrum hætti, að málum unglinga og er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.
Nemendur í 9. bekk tóku þátt sem endranær og hófst dagskráin á stuttu kynningarmyndbandi. Því næst var skipt í umræðuhópa sem ræddu um hvað megi gera til að minnka vímuefnaneyslu ungs fólks. Í lokin var sýnt myndband um þau atriði sem mikilvægt er að hafa í huga til að forðast fíkniefni.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins www.forvarnardagur.is en þar er líka  að finna net-ratleik sem nemendur eru hvattir til að taka þátt í.

Prenta |

Fleiri greinar...

mentor