Prenta

Alþjóðleg rannsókn meðal umgmenna

Ritað .

logo

 

Innskráning nemenda: http://iscy.arc-ots.com/login.php?LANGID_USER=14&CID_USER=12&CID_LOC=IS

Dagana 24. og 25. nóvember munu nemendur í 10. bekk Foldaskóla taka þátt í samanburðarrannsókn á námsframvindu ungmenna í 13 borgum í ólíkum heimshlutum.
Meginmarkmið rannsóknarinnar er að auðvelda skólum að styðja við nemendur þannig að þeim líði vel og nái þeim markmiðum sem þeir setja sér í námi. Kannað verður hvaða þættir ráða mestu um námsval og gengi nemenda og hvaða einkenni skóla, skólakerfa og samfélaga ýta undir áhuga nemenda, bæta nám þeirra og minnka líkur á að nemendur hætti í skóla.
Ábyrgðarmenn rannsóknarinnar eru dr. Jón Torfi Jónasson prófessor á Menntavísindaviði Háskóla Íslands og dr. Kristjana Stella Blöndal lektor á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

Prenta

Slökkviliðsmenn í heimsókn

Ritað .

IMG 2567Árlegt Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) fer fram í nóvember, að því tilefni heimsóttu slökkviliðsmenn nemendur í 3.bekk og fræddu þá um eldvarnir. Nemendum gefst síðan kostur á að taka þátt í Eldvarnagetraun, sem börnin taka með sér heim og leysa í samvinnu við fjölskyldur sínar. Veitt eru vegleg verðlaun fyrir rétt svör.

Prenta

7. ÞS safnar rafhlöðum

Ritað .

IMG 0285

Eftir fræðslu um mikilvægi endurvinnslu tóku nemendur í 7. ÞS sig til og söfnuðu ónýtum rafhlöðum. Söfnunarílát fyrir ónýtar rafhlöður er í Foldaskóla en skólinn hefur til margra ára verið í samvinnu við Hringrás - endurvinnslufyrirtæki sem sér um eyðingu og endurnýtingu sorps.