Prenta

Rýmingaræfing

Ritað .

IMG 9791

Skólinn hélt sína árlegu æfingu í því að rýma skólann fljótt og örugglega fimmtud. 18. sept.  Æfingin gekk vel og var skólinn rýmdur og manntal tekið á 8 mínútum.

Prenta

Frá norræna skólahlaupinu

Ritað .

IMG 9736

Norræna skólahlaupið var hlaupið á Umhverfisdaginn þann 12.sept í blíðskaparveðri.
Gaman er frá því að segja að kl. 9 um morguninn var grenjandi rigning og höfðum við áhyggjur af því að fá þetta slagveður í hlaupinu en rétt fyrir hlaup um klukkan 10 var skýjunum skipt út fyrir sól. Þannig að krakkarnir hlupu í blíðskaparveðri. Miðstig og unglingar hlupu 5 km. Fleiri þátttakendur voru heldur en í fyrra og voru nemendur meira á hlaupum nú í ár. Yngsta stig fór 2,5 km og voru eldhress eftir hlaupið og stolt af sínum árangri.
Þökkum við krökkunum fyrir gott hlaup og starfsfólki skólans fyrir þátttökuna.
Kv. íþróttakennarar.

Hér eru myndir frá hlaupinu