Prenta

Hreinsun á skólalóð

Ritað .

IMG 3155

Dugnaðarforkar úr 5. bekk notuðu góða veðrið í dag til að hreinsa rusl á skólalóðinni.  Á einni kennslustund náðu þau að fylla ótal poka af margvíslegu rusli, mest bar þó á umbúðum utan af sælgæti og drykkjum.  Í trjábeðunum var erfiðast að ná ruslinu en þar safnast það helst saman.

Prenta

Borgarferð

Ritað .

vhörpu

Nemendur í stafrænu ljósmyndavali fóru í miðbæjarferð í leit að skemmtilegu myndefni.

Prenta

Skólaheimsókn til Írlands

Ritað .

2

Þrír sérkennarar úr skólanum fóru í námsferð sl. viku til Belfast á Írlandi. Þetta var hluti af Comeniusar verkefni sem Foldaskóli er þátttakandi í ásamt skólum frá Austurríki, Finnlandi, Írlandi, Póllandi, Spáni og Tyrklandi. Á meðfylgjandi mynd sést hópurinn í móttöku hjá borgarstjóra Belfast, Nichola Mallon (fyrir miðju í röndóttum kjól).