Prenta

Blái hnötturinn

Ritað .

IMG 2737Nemendur 7. bekkjar unnu verkefni í tengslum við umhverfismennt. Þau komu með tillögur um hvað almenningur getur gert til að stuðla að góðri umgengni í náttúrunni og hvernig hægt er að endurnýta og endurvinna hluti. Tillögurnar skrifuðu þau á laufblöð sem þau límdu á hnöttinn en í miðju hans bjuggu þau til endurvinnslumerkið.
Margar áhugaverðar hugmyndir komu frá nemendum svo sem:
• Notum margnota poka, sleppum plastpokum
• Hjólum í staðinn fyrir að koma á bíl eða vespu
• Vatn er dýrmætt, förum vel með það
• Spörum orku
• Flokkum pappír og dósir

Hér eru fleiri myndir

Prenta

Öskudagur 2015

Ritað .

IMG 2863 - Afrit

Öskudagur fór vel fram að vanda hjá okkur í Foldaskóla.  Kennsla var óhefðbundin fram að hádegi og margir komu í skólann íklæddir búningum.  Mið- og yngsta stig fékk töframann í heimsókn og viljum við sérstaklega þakka Foreldrafélaginu fyrir þann stuðning.  Hér eru myndir frá deginum.

Prenta

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Ritað .

IMG 0372IMG 0365

Undankeppnin fyrir Stóru upplestrarkeppnina hefur farið fram. Átta keppendur, sem valdir höfðu verið lásu kafla úr sögunni Saman í hring eftir Guðrúnu Helgadóttur og síðan lásu þau ljóð sem þau höfðu valið. Dómnefnd sem skipuð var þeim Kolbrúnu Ingólfsdóttur, Jóhönnu Antonsdóttur og Ragnari Inga Aðalsteinssyni átti erfitt val fyrir höndum því allir nemendur stóðu sig með mikilli prýði. Dómnefndin komst að lokum að þeirri niðurstöðu að Dagur Ingi Axelsson og Elísa Sverrisdóttir myndu keppa fyrir hönd skólans og Baldur Sverrisson yrði varamaður.
Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Grafarvogskirkju 2. mars.