Prenta

Foldaskóli 30 ára

Ritað .

afmTíminn flýgur áfram - Foldskóli orðinn 30 ára gamall! Af því tilefni verður blásið til hátíðar laugardaginn 9. maí og tímamótanna minnst með margvíslegum hætti hér í skólanum milli kl. 11 og 14. Kennslustofur verða opnar og sýning á afrakstri vetrarins og þemadögum sem standa yfir dagana á undan. Dagskrá hefst á sal skólans þar sem hápunkturinn er móttaka Grænfánans í fimmta sinn. Eftir það munu nemendur koma fram á sal, myndir frá fyrri tíð verða aðgengilegar og boðið verður upp á veitingar í tilefni dagsins.
Foreldrar og aðrir velunnarar Foldaskóla eru hjartanlega velkomnir!
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að koma og fagna með okkur.

Prenta

Fréttir frá Laugum, dagur 3

Ritað .

Dagur 3: Nú er farið að síga á seinni hluta dvalarinnar hér að Laugum. Þrátt fyrir kulda skein sólin í dag og veðrið var sérlega fallegt eftir hádegi. Nemendur skemmtu sér áfram á hinum ýmsu námskeiðum. Meðal þess sem var í boði í dag var ræðumennska þar sem krakkarnir stóðu sig sérlega vel og allir fluttu smá tölu, jafnvel þeir feimnustu. Einnig var farið í traustagöngu þar sem gengið var í pörum en annar aðilinn var með bundið fyrir augun svo hinn þurfti að sjá um að leiða hann. Til að gera leikinn meira hressandi fór gangan fram utandyra í mishæðóttum jarðvegi, yfir læk og fleira skemmtilegt. Í íþróttasalnum lærðu nemendur svo gögl (juggling) og aðrar skemmtilegar sirkuslistir. Kvölddagskráin fólst svo í óvissuferð þar sem sögð var draugasaga sem tengist húsinu hér. Þrátt fyrir að enn hafi verið bjart úti brá nemendum við hápunkt sögunnar og komu inn með nokkrum látum. Liðið var þó róað með kexi og kakói. Síðasta daginn fara svo fram Laugaleikarnir, þar sem rauða, græna og bláa liðið keppa sín á milli í ýmsum þrautum og verða úrslit svo kynnt með viðhöfn í kaffitímanum. Gert er ráð fyrir að leggja af stað héðan frá Laugum um 15:00 en við munum stoppa og skoða fjósið að Erpsstöðum á heimleiðinni, gert er ráð fyrir að það taki um klukkustund.