Prenta

Stærðfræðikeppni í Borgarholtsskóla og MR

Ritað .

borgo1 mr1

Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur var haldin í þrettánda sinn í Menntaskólanum í Reykjavík þann 4. mars.  Þetta árið tóku 25 nemendur úr Foldaskóla þátt í keppninni.

Keppnin er geysilega hörð og örfá stig skilja á milli þeirra efstu. Að þessu sinni voru eftirtaldir nemendur úr Foldaskóla  í einum af tíu efstu sætunum í sínum aldursflokki: Jón Arnar Einarsson í 10. bekk var í 5.-6. sæti og Heiðar Snær Ásgeirsson í 8. bekk var í 7. sæti.

Lesa má nánar um stærðfræðikeppnina í MR og sjá myndir af verðlaunahöfum á slóðinni:

http://www.mr.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=78&Itemid=1065

Stærðfræðikeppnin í Borgarholtsskóla var haldin 14. mars og þetta árið tóku 19 nemendur úr Foldaskóla þátt í henni. Eftirtaldir nemendur voru í tíu efstu sætunum í sínum aldursflokki: Jón Arnar Einarsson í 10. bekk var í 4. sæti, Hilmar Páll Stefánsson var í 10. bekk var í 5. sæti, Valgeir Sigursson í 9. bekk var í 8. sæti og Halldór Högni Skaptason í 8. bekk var í 9. sæti.

Við óskum þeim til hamingju með stórglæsilegan árangur ásamt því að þakka öllum okkar frábæru keppendum í ár fyrir þátttökuna og óskum þeim til hamingju með góðan árangur. 

Prenta

Páskabingó

Ritað .

bingoPáskabingó Foldaskóla verður haldið í Fjörgyn miðvikudaginn 9.apríl.
Mæting er kl .17.00 og hefst bingóið á slaginu kl.17:10
 
Bingóspjaldið kostar 500 kr.-             Þrjú spjöld 1200 kr.-

          Fullt af páskaeggjum í verðlaun