Prenta

Bleikur dagur

Ritað .

IMG 2517Föstudagurinn 31. október verður bleikur dagur í Foldaskóla.  Eins og flestir vita er október helgaður rannsóknum og fræðslu varðandi krabbamein.  Við styðjum þá sem eru að glíma við krabbamein og heiðrum þá föllnu með því að ganga í bleiku þennan dag.

Prenta

Skype-fundur við finnska jafnaldra

Ritað .

Daginn eftir vetrarfrí héldur nemendur 5. SF fund gegn um Skype við jafnaldra sína í Finnlandi í tengslum við Comeniusarverkefnið sem skólinn er þátttakandi í.  Efni fundarins var að segja frá því hvað krakkar í þessum löndum gera í frítíma sínum.  Okkar nemendur voru búnir að skrifa niður kynningu á ensku í enskutíma og æfa að flytja lagið Á Sprengisandi í tónmenntatíma.  Finnsku krakkarnir kynntu sig líka og sungu fyrir okkur.

Prenta

Hreinsun á skólalóð

Ritað .

IMG 3155

Dugnaðarforkar úr 5. bekk notuðu góða veðrið í dag til að hreinsa rusl á skólalóðinni.  Á einni kennslustund náðu þau að fylla ótal poka af margvíslegu rusli, mest bar þó á umbúðum utan af sælgæti og drykkjum.  Í trjábeðunum var erfiðast að ná ruslinu en þar safnast það helst saman.