• Forsíða

Heilsuvika myndir

Heilsuvikan 19.-23. september var skemmtileg tilbreyting á haustdögum og tókst vel. Hún hófst á því að Anna Þorsteinsdóttir íþróttakennari kenndi nemendum og starfsfólki að dansa zumba. Næst var norræna skólahlaupið þreytt í rigningu en til baka komu kátir krakkar eins og sjá má á myndunum hér að neðan.
Í vikunni fóru nemendur út í leiki og í haustlitagöngur en að endingu komum við saman á sal, starfsmenn og nemendur, með Ástu Valdimarsdóttur hláturjógakennara en hún fékk okkur með skemmtilegum æfingum til að hlægja saman. 

Hér má sjá myndir frá zumbadansi í upphafi heilsuviku.

Hér má sjá myndir frá norræna skólahlaupinu.

Hér má sjá myndir frá haustlitagöngu nemenda í 8. bekk

Hér má sjá myndir frá hláturjóga í lok heilsuviku.

Prenta |

Ný stjórn foreldrafélags Foldaskóla

Síðastliðinn miðvikudag var aðalfundur foreldrafélags skólans. Stjórn fyrir árið 2016 til 2017 er þannig skipuð: 
Edda H. Austmann Harðardóttir, Guðmundur Valur Oddsson, Hafdís Huld Þórólfsdóttir, Stefan Gudjonsson, Thorsteinn Bjarnason og Tómas Orri Ragnarsson.                   

Prenta |

Fleiri greinar...

mentor