Prenta |

Ágúst Ólason ráðinn skólastjóri við Foldaskóla

Gengið hefur verið frá ráðningu skólastjóra Foldaskóla.
Ágúst Ólason var ráðinn skólastjóri. Hann hefur lokið M.Ed. gráðu í náms- og kennslufræði með áherslu á kennslufræði og skólastarf og hefur starfað sem grunnskólakennari, deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri. Hann starfaði m.a. í sex ár sem aðstoðarskólastjóri í Norðlingaskóla.
Átta sóttu um skólastjórastöðuna í Foldaskóla en einn dró umsókn sína til baka. Umsóknarfrestur rann út 9. nóvember.

Prenta |

Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk

Nú hafa nemendur í 4. og 7. bekk fengið niðurstöður samræmdra könnunarprófa sem Námsmatsstofnun lét leggja fyrir nemendur á öllu landinu í september sl. Niðurstöður í töflunni hér að neðan eru á formi normaldreifðra einkunna fyrir hvern árgang. Einkunnir er á bilinu 1 til 60 þar sem landsmeðaltal er alltaf 30,0. Meðaltal grunnskóla Reykjavíkur eru í sviga.

 

        Íslenska

   Stærðfræði

   4. bekkur     

     32,6 (30,9)

     32,0 (30,8)

   7. bekkur

     29,6 (30,7)

     31,8 (30,4)

Eins og sjá má á þessari töflu er árangur 4. bekkjar góður og full ástæða til að óska öllum til hamingju. Árangur 7. bekkjar er góður í stærðfræði en síðri í íslensku þar sem námslestur/hlustun og málnotkun meðaltal greinarinnar niður.
Nánari upplýsingar um þetta námsmat má finna á heimasíðu Námsmatsstofnunar: www.namsmat.is (undir flipanum „Samræmd próf").
Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 10. bekk voru birtar hér á fréttasíðunni fyrir stuttu.

 

Prenta |

Sögueyjan

IMG 1383Miðvikudaginn 18. nóvember voru nemendur í 6. bekk með kynningu fyrir foreldra á verkefnum sem þau hafa verið að vinna saman í samfélagsfræði í tengslum við námsefnið Sögueyjuna undanfarnar vikur. Þau unnu saman í hópum og viðuðu að sér efni úr ýmsum heimildum sem þau náðu í á skólabókasafninu, auk þess að leita fanga á netinu. Óhætt er að segja að kynningar hafi gengið vel og nemendur og foreldrar ánægðir með afraksturinn.  Hér má sjá myndir af vinnuferlinu.