Prenta

Frá stjórn Foreldrafélags Foldaskóla

Ritað .

Foreldrar
Stjórn foreldrafélags Foldaskóla fagnar nýju skólaári og býður nýja foreldra sérstaklega velkomna í félagið.

Starf félagsins hefst með krafti nú strax í september. Í því sambandi vekjum við athygli á nokkrum viðburðum sem eru á dagskrá á næstunni og hvetja alla til að skrá þá á dagatlið!

Þann 11. september kl. 17.00-19.00 verður haldin HAUSTHÁTÍÐ í samvinnu við skólann. Boðið verður upp á ýmsa afþreyingu, skemmtun og fróðleik.

Í framhaldi af hátíðinni verður AÐALFUNDUR FORELDRAFÉLAGSINS, þ.e. 11. september, kl. 19.00-19.30. Vekjum athygli á lögum félagins sem finna má hér: http://foldaskoli.is/index.php/foreldrar/foreldrafelagidh/loeg-foreldrafelagsins.

Árlegt JÓLAFÖNDUR verður l haldið laugardaginn 22. nóvember.

Frekari upplýsingar berast innan tíðar.

Minnum á að allir foreldrar og forráðamenn barna í Foldaskóla eru sjálfkrafa félagar.

Með kveðju
stjórnin