Prenta

Jólaskemmtanir yngsta- og miðstigs

Ritað .

IMG 2681

Síðasti skóladagur ársins er alltaf mjög hátíðlegur því þá eru jólaböll 1.-7. bekkja.  Sú hefð hefur skapast í skólanum að 5. bekkir sjá um að setja upp jólaleikrit byggt á jólaguðspjallinu.  5. MS sá um sýninguna á fyrra ballinu en 5. SJ á þeirri seinni.  Þau stóðu sig öll frábærlega vel.  Síðan var dansað kring um jólatréð og sungið.  Á bæði böllin komu heimsóknir úr Esjunni.

Hér eru myndir frá skemmtununum.

Prenta

Jólaball unglingadeildar

Ritað .

IMG 0190

Jólaball unglingadeildar var haldið að kvöldi fimmtudagsins 18. desember. Skemmtunin hófst á jólatrésdansleik þar sem nokkrir nemendur úr tónlistarvali léku á hljóðfæri og stýrðu söng, eftir það var dansleikur. Nemendur voru prúðbúnir og til fyrirmyndar hvað varðar umgengi og framkomu.

Hér eru myndir frá ballinu.

Prenta

Annasamur fimmtudagur

Ritað .

IMG 2667

Fimmtudagurinn 18. desember var ansi annasamur hjá okkur í Foldaskóla.  Skrekkshópurinn reið á vaðið og sýndi öllum skólanum frumsamið leikrit um tilurð jólasveinanna í tveimur sýningum.  Síðan hélt nánast allur skólinn til kirkju, fyrst unglingadeildin og síðan mið- og yngsta stig.  Þar var okkur vel tekið og metnaðarfullur tónlistarflutningur var í höndum nemenda skólans.  Í hádeginu var síðan snæddur dýrindis jólamatur og ís á eftir.  Hér eru myndir frá morgninum.

Eftir hádegi var 6. bekkur með árlegan nýsköpunarmarkað við Nettó sem gekk mjög vel.  Hér eru myndir frá því.