Prenta

Stærðfræðikeppni í Borgarholtsskóla og MR

Ritað .

borgo1 mr1

Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur var haldin í þrettánda sinn í Menntaskólanum í Reykjavík þann 4. mars.  Þetta árið tóku 25 nemendur úr Foldaskóla þátt í keppninni.

Keppnin er geysilega hörð og örfá stig skilja á milli þeirra efstu. Að þessu sinni voru eftirtaldir nemendur úr Foldaskóla  í einum af tíu efstu sætunum í sínum aldursflokki: Jón Arnar Einarsson í 10. bekk var í 5.-6. sæti og Heiðar Snær Ásgeirsson í 8. bekk var í 7. sæti.

Lesa má nánar um stærðfræðikeppnina í MR og sjá myndir af verðlaunahöfum á slóðinni:

http://www.mr.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=78&Itemid=1065

Stærðfræðikeppnin í Borgarholtsskóla var haldin 14. mars og þetta árið tóku 19 nemendur úr Foldaskóla þátt í henni. Eftirtaldir nemendur voru í tíu efstu sætunum í sínum aldursflokki: Jón Arnar Einarsson í 10. bekk var í 4. sæti, Hilmar Páll Stefánsson var í 10. bekk var í 5. sæti, Valgeir Sigursson í 9. bekk var í 8. sæti og Halldór Högni Skaptason í 8. bekk var í 9. sæti.

Við óskum þeim til hamingju með stórglæsilegan árangur ásamt því að þakka öllum okkar frábæru keppendum í ár fyrir þátttökuna og óskum þeim til hamingju með góðan árangur. 

Prenta

Páskabingó

Ritað .

bingoPáskabingó Foldaskóla verður haldið í Fjörgyn miðvikudaginn 9.apríl.
Mæting er kl .17.00 og hefst bingóið á slaginu kl.17:10
 
Bingóspjaldið kostar 500 kr.-             Þrjú spjöld 1200 kr.-

          Fullt af páskaeggjum í verðlaun 

 

 

 

Prenta

Námsval fyrir skólaárið 2014-2015

Ritað .

Lýsing á valáföngum á unglingastigi skólaárið 2014-2015 er nú komið inn á heimasíðu skólans ásamt valblöðum.  Forráðamenn og nemendur eru beðnir um að kynna sér áfangana vel áður en val er endanlega ákveðið því ekki er unnt að gera breytingar eftir að stundatöflur hafa verið gerðar.

Umsjónarkennarar í 8. og 9. bekk munu kynna valið fyrir nemendum á næstu vikum en nemendur í 7. bekk fá sérstaka kynningu á sal á skólatíma í Hamra-, Húsa- og Foldaskóla.  Forráðamönnum 7. bekkinga er boðið á fund fimmtudaginn 10. apríl kl. 18:00 í Foldaskóla þar sem námsval er m.a. kynnt.

Hér er flýtival á valsíðuna.