Prenta

Piparkökuhús í byggingu

Ritað .

IMG 1325Jólaundirbúningur nemenda .9 - 10. bekk í vali í heimilisfræði
Nú eru fyrstu piparkökuhúsin að klæðast sínum jólabúningi, umlukin jólagörðum en nemendur í vali hafa verið að baka, setja saman og skreyta á fullu fyrir jólin.

Hér eru fleiri myndir

Prenta

Sundlið Foldaskóla

Ritað .


photo 1Þessir krakkar unnu Grunnskólamót Grafarvogs í sundi sem haldið var 25.11 af sunddeild Fjölnis. Þau voru skólanum til mikils sóma, sýndu mikla samstöðu og hvöttu hvert annað óspart áfram. Sannir sigurvegarar :)
Til hamingju krakkar - þið eruð frábær !

Hér eru nokkrar myndir í viðbót

Prenta

Jólaföndrið

Ritað .

WP 20141122 025 - Afrit

Laugardaginn 22. nóv s.l. var jólaföndur foreldrafélagsins haldið. Sú hefð er komin á að foreldrar úr 3. og 4. bekk halda utan um jólaföndur hvers árs í samvinnu við stjórn félagsins. Jólaföndrið tókst í alla staði vel. Mæting nemenda og foreldra var mjög góð og salan einnig, enda seldust ýmsar föndurvörur upp. Auk föndursins voru 10. bekkingar með glæsilegar veitingar í boði sem nýtist þeim sem fjáröflun fyrir útskriftarferð í vor. Við þökkum þeim sem skipulögðu viðburðinn fyrir sitt framlag til foreldrastarfsins og ekki síður fyrir skemmtilegan laugardag. Meðfylgjandi ljósmyndir tók Jón Bjarki Sigurðsson á jólaföndrinu.