Prenta |

Tannfræðsla í 10. bekk

IMG 4411 AfritÍ tilefni af tannverndardegi föstudaginn 5. febrúar fengu nemendur í 10. bekk heimsókn. Hilmir Kjartansson tannlæknir og tveir tannlæknanemar sýndu fræðslumyndband þar sem Jón Jónsson tónlistarmaður hvetur unga fólkið til dáða hvað varðar umhirðu tanna. Eftir það var rætt við krakkana um bætta tannhirðu og neysluvenjur.

Prenta |

Lionsklúbburinn Fold gefur skólanum bókagjöf

IMG 1801IMG 1802Fulltrúar frá Lionsklúbbnum Fold komu færandi hendi í Foldaskóla miðvikudaginn 3. febrúar ásamt Hörpu Lúthersdóttur höfundi bókarinnar Viltu vera memm.  Færði klúbburinn skólanum 30 eintök af bókinni ásamt kennsluleiðbeiningum.  Má ég vera memm fjallar um einelti og í henni segir Harpa sína eigin sögu. Foldaskóli þakkar þessa höfðinglegu gjöf og mun nýta bókina á fjölbreyttan hátt með nemendum skólans.

Prenta |

Þriðjudagurinn 2. febrúar

Þriðjudagurinn 2. febrúar er foreldradagur í Foldaskóla. Þá mæta foreldrar með nemendum í samtal hjá umsjónarkennara. Ekki er kennsla þennan dag en opið í Regnbogalandi fyrir þá sem þar eru skráðir.